fk3heim.jpg

Fréttir

STJÓRN FK 2016-2017

Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður

Kvikmyndaráð 2013-2016

 

Stefanía Thors varaformaður

Stjórn IKSA

 

Sigríður Rósa Bjarnadóttir gjaldkeri 

 

Anna Þóra Steinþórsdóttir ritari

Kvikmyndaráð 2016-2017

 

Bergsteinn Björgúlfsson meðstjórnandi

Stjórn Stockfish

 

 

Fahad Falur Jabali

Stjórn IKSA

Kvikmyndaráð 2013-2016 og 2016-2019

 

 

Hákon Már Oddsson meðstjórnandi

fulltrúi IHM

Fulltrúi í stjórn Listahátíðar

 

Hákon Sverrisson meðstjórnandi

 

Jóhannes Tryggvason meðstjórnandi

 
Reykjavík Shorts and Docs í Bíó Paradís

Uppljóstranir, grænlenskir rokkarar, heimskautarefurinn og Óskarsverðlaunahafar


Óskarsverðlaunamyndin CitizenFour um uppljóstrarann Edward Snowden er ein heimildamynda Reykjavík Shorts & Docs hátíðarinnar í ár, en hátíðin verður 9.-12 apríl í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar, Laura Poitras, verður viðstöðð sýningu myndarinnar og verður einnig með námskeið í heimildamyndagerð á hátíðinni. Sumé - The Sound of Revolution er fyrsta grænlenska heimildamyndin í fullri lengd en hún fjallar um grænlensku rokkhljómsveitina Sumé sem gerði garðinn frægan á 8. áratuginum á Grænlandi og víðar í Evrópu. Hljómsveitin átti sinn þátt í að efla og styrkja sjálfsvitund Grænlendinga á sínum tíma sem þá voru ekki enn komnir með heimastjórn frá Dönum. Myndin fjallar gerir hljómsveitinni góð skil, en varpar einnig ljósi á grænlenskt samfélag þá og nú.


    Og að öðrum rokkurum, í annarri mynd, heimildamyndin Bannað að vera fáviti (No Idiots Allowed) er opnunarmynd Reykjavík Shorts & Docs í ár. Einu sinni á ári fyllist, hinn annars rólegi bær, Neskaupstaður af þungarokkurum sem mæta á Eistnaflug, einu hreinræktuðu þungarokkshátíð landsins. Þó að hátíðin, sem nú er haldin í tíunda sinn, sé lítil á alþjóðlega vísu hafa margar af stæstu þungarokkssveitum heims spilað fyrir gesti hátíðarinnar. Bannað að vera fáviti verður sýnd fimmtudaginn 9.apríl kl. 20 í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar, Hallur Örn Árnason, mun svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu myndarinnar.
    Árleg minningarathöfn þjóðarmorðsins í Rúanda 1994, einnig þekkt sem Kwibuka-21, fer fram í vikunni í kringum 7. apríl. Að því tilefni verður heimildamyndin Sweet Dreams sýnd á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni en myndin fjallar um kjark kvenna í Rúanda og baráttuvilja þeirra til að gera samfélag sitt betra eftir fjöldamorðin í landinu árið 1994. Með fyrirgefninguna að leiðarljósi stofna þær trommarahóp eingöngu fyrir konur og síðar meir fyrstu ísbúðina í Rúanda. Útkoman er einstök og leikstjórar myndarinnar, Lisa og Rob Fruchtman varpa nýju ljósi á stöðuna í Rúanda og þá framtíð sem íbúar landsins eru að byggja sér. Lisa verður gestur Reykjavík Shorts & Docs hátíðarinnar og mun svara spurningum áhorfenda að loknum sýningum. Sýningarnar á Sweet Dreams er í samstarfi við Kigali Kaffi og á báðum sýningum verður boðið upp á Rúanda kaffi frá Kigali Kaffi fyrir sýninguna og ís frá Emmess ís á eftir. Lisa verður auk þess með masterclass í klippingu kvikmynda sunnudaginn 12. apríl frá 15:00-17:00. Fruchtmann vann til Óskarsverðlauna fyrir klippingu á myndinni The Right Stuff (1983) og var tilnefnd til sömu verðlauna fyrir klippingu á Apocalypse now (1979) og Godfather part III (1991), en auk þess hefur hún hlotið tilnefningar fyrir fjölda annarra verka.
    Ár í lífi refsins er viðfangsefni myndarinnar Heimskautarefurinn í leikstjórn Guðbergs Davíssonar sem verður frumsýnd á hátíðinni. Myndin gefur áhorfandanum innsýn í erfiða lífsbaráttu heimskautarefs allt frá fæðingu og þar til hann verður fullorðinn og fer að eignast yrðlinga sjálfur. Þetta er einstök náttúrulífsmynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Heimskautarefurinn verður sýnd, auk annarra íslenskra stutt- og heimildamynda, föstudaginn 10.apríl kl. 20.

Fjöldi annarra stutt- og heimildamynda verða sýndar á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni. Upplýsingar um allar myndir hátíðarinnar og sýningartíma má finna á  www.shortsdocsfest.com Miðasala á myndir hátíðarinnar fer fram í Bíó Paradís.

Nánari upplýsingar um hátíðina gefur Heather Millard, stjórnandi Reykjavík Shorts & Docs hátíðarinnar, s: 693 5698

 

 

 
ANIREY - Lýðræðisvæðing kvikunar

anirey-1 

 

Click here for english

ANIREY - lýðræðisvæðing kvikunar

ANIREY ætlar að safna saman tuttugu listamönnum í Reykjavík í mars til þess að taka þátt í listavinnusmiðju um hvernig hægt er að tengjast áhorfendum í gegnum tæknina. 

 

Þessi hagnýta smiðja mun kynna okkur fyrir Animotion, Animotion, nýjum hreyfimyndaupptökubúnaði sem þátttakendur munu læra á, leysa með skapandi verkefni og þróa saman ný í hópi tuttugu norrænna listamanna. . 

 

 Lesið áfram um smiðjuna hér að neðan 

 Lesið áfram um smiðjuna hér að neðan og sækið um fyrir 20. febrúar.  

 fyrir 20. febrúar.  

 

Animotion

 

ANIREY – dag frá degi

ANIREY flautar til leiks með opnu málþingi þar sem jafningjar læra hver af öðrum, sýna verk sín og deila reynslu sinni varðandi það að segja sögur bæði frá tæknilegu og viðskiptalegu sjónarhorni.

Dagskráin verður kynnt nánar um miðjan febrúar en stolt ljóstrum við því strax upp að aðalfyrirlesarinn verður Paul Debevec, University of Southern California, sem þekktastur er fyrir að þróa CGI-tæknina er notuð hefur verið við myndir svo sem Matrix, Avatar og Interstellar.

Annan og þriðja daginn munu þátttakendur svo vinna með Animotion hugtakið, leysa ýmis verkefni og þróa nýjar hugmyndir fyrir þau verkefni sem taka þátt í smiðjunni (Hægt er að taka þátt með eða án eigin verkefnis).

 

Dagskrá:

Miðvikudagur 18.03  Móttaka og kvöldverður
Fimmtudagur 19.03 Opið málþing og hittingur um framtíð kvikunar
Föstudagur 20.03 Hvernig virkar þetta? Hagnýt vinnusmiðja með Rokoko teyminu 
Laugardagur 21.03 Hvernig get ég notað þetta? Þróunarsmiðja fyrir verkefnin sem taka þátt
Sunnudagur 22.03 Brottför

  

Hvers vegna ANIREY?

Hugmyndin að ANIREY spratt af brýnni listrænni þörf þegar heimildarmyndagerðarmennirnir Vibeke og Hrabba hættu sér inn í heim kvikunar á fjárhagsáætlun heimildarmyndar. Animotion hugbúnaðurinn bauð þeim skapandi úrlausn á áskorunum þeirra og opnaði gátt inn í heim nýrra möguleika.

Við komum ANIRAY á fót til þess að deila reynslu okkar, brúa bilið milli lista-, viðskipta- og tækniheimsins og blása skapandi einstaklingum þessara heima andann í brjóst.

Stjórnendur ANIREY eru kvikmyndagerðarmennirnir Vibeke Vogel, Bullitfilm (DK) og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Krummafilms (IS), en framleiðandi er Cecilie Stranger-Thorsen, STRANGER (SE).

 

ANIMOTION hugtakið

Danska sprotafyrirtækið Rokoko var stofnað af Jakob Balslev, útskrifuðum úr Danska Kvikmyndaskólanum og tæknifrumkvöðlinum Matias Søndergaard. Markmið Rokoko er að lýðræðisvæða kvikun með hinu einstaka og hagkvæma Animotion hugtaki.

 

Hingað til hefur ekki verið hægt að leika sér með og gera tilraunir með kvikun án þess að hafa til þess fjármögnun á Hollywood skala. Ferlið er óhemju tæknilegt og stíft og eftir að hafa varið fleiri vikum í að kvika kafla er erfitt að breyta þeim bara af því að menn fá nýjar hugmyndir sem þá langar að prófa.

 

Með hinni einstöku tækni Rokoko sem byggist á hreyfiskynjurum er þetta að breytast. Hinn hagkvæmi ‘plug & play’ hreyfiskynjunargalli gefur kvikmyndagerðarmönnum tækifæri til þess að færa mennskar hreyfingar beint inn í kvikaðan heim á rauntíma.

 

Nú er hægt að vinna með hreyfimyndir á sama hátt og leikna atburðarás. Það er t.d. hægt að skjóta fleiri en eina töku, gera mismunandi útgáfur af hverri senu og gefa leikurunum tækifæri til tilrauna sem aldrei fyrr. Maður tengir hreyfiskynjunargallann þráðlaust við tölvuna til þess að stjórna kvikuðum persónum, tekur upp og klippir svo kvikaða kafla.

 

Önnur leið til þess að nota Animotion tæknina er t.d. hreyfimyndaleikhús í rauntíma þar sem börn geta átt samskipti við kvikaðar persónur - sjá kynningu hér.

 

rokoko

 

Þátttaka

Hægt er að taka þátt í smiðjunni með eigið verkefni eða sem hluti þróunarteymis tengdu verkefnum og taka þannig þátt með annað hvort skapandi nálgun eða tækniþekkingu. (Munið að skrifa þátttökumáta ykkar í umsóknina).


Þátttakan er gjaldfrjáls. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað og gistingu (4 nætur). Sérstök tilboð verða í boði.

Umsóknarfrestur rennur út 20. febrúar. Umsækjendur verða látnir vita af niðurstöðum valnefndar stuttu síðar. Umsækjendur sem geta tekið þátt í allri smiðjunni ganga fyrir.

 

Komið og reisið ný landamæri með okkur!

 

Samstarfsaðilar & sponsorar

Eftirtaldir aðilar hafa með þátttöku sinni og örlátum stuðningi gert smiðju þessa að raunveruleika:

 

FK-logoKMI   danishfilminstitute

 

 

nordennordickulturefund

 

  

 

reykjavikurborgMMR

  

 

lhi merki midju 2012ru merkimms logo

 

 
Málþing BÍL

BIL Malthing

 
Eddan tilnefningar 2015

EDDAN 2014 logo

 

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlauna á blaðamannafundi í Bíó Paradís 3. febrúar, sjá tilnefningarnar hér að neðan.

 

28 manns í fjórum valnefndum (valnefnd um leikið efni, sjónvarpsefni, heimildamyndir og fagverðlaunanefnd) sáu um að velja tilnefningar úr innsendum verkum en alls voru 108 verk send inn í Edduna í ár.

Rafræn kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefst 5. febrúar og stendur í tæpar tvær vikur, eða til 16. febrúar. Búið er að loka kjörskrá vegna Eddukosningarinnar 2015, sjá hér.

Edduverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar og er sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða veittar alls 25 Eddustyttur til þeirra einstaklinga sem þykja skara fram úr í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransanum.

 

Barna- og unglingaefni
Stattu með þér! – Elinóra
Stundin okkar – RÚV
Ævar vísindamaður – RÚV

 

Brellur
Bjarki Guðjónsson – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst
Jón Már Gunnarsson – Hraunið
Nicolas Heluani – Orðbragð

 

Búningar
Brynhildur Þórðardóttir – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Margrét Einarsdóttir – Vonarstræti
Margrét Einarsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir – París norðursins

 

Frétta- eða viðtalsþáttur
Brautryðjendur – RÚV
Brestir – Stöð 2
Kastljós – RÚV
Landinn – RÚV
Málið – Majestic Productions

 

Gervi
Helga Sjöfn Kjartansdóttir – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst
Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Vonarstræti
Ragna Fossberg – Áramótaskaup 2014

 

Handrit
Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti
Bragi Valdimar Skúlason, Brynja Þorgeirsdóttir og Konráð Pálmason – Orðbragð
Huldar Breiðfjörð – París norðursins

 

Heimildamynd
Höggið – Elf Films
Ó borg mín borg Chicago – Þetta líf. Þetta líf
Salóme – Skarkali

 

Hljóð
Gunnar Árnason – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Huldar Freyr Arnarsson – París norðursins
Huldar Freyr Arnarsson – Vonarstræti

 

Klipping
Kristján Loðmfjörð – París norðursins
Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti
Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson – Hemma

 

Kvikmynd
Borgríki 2: Blóð hraustra manna – Poppoli
París norðursins – Kjartansson og Zik Zak
Vonarstræti – Kvikmyndafélag Íslands

 

Kvikmyndataka
Bjarni Felix Bjarnason og Gunnar Heiðar – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Magni Ágústsson – París norðursins
Jóhann Máni Jóhannsson – Vonarstræti

 

Leikari í aðalhlutverki
Björn Thors – París norðursins
Sigurður Sigurjónsson – Afinn
Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti

 

Leikari í aukahlutverki
Helgi Björnsson- París norðursins
Jón Páll Eyjólfsson – Hraunið
Magnús Jónsson – Grafir & bein

 

Leikið sjónvarpsefni
Hraunið – Pegasus
Hreinn Skjöldur – Hláturskast og Bentlehem
Stelpurnar – Sagafilm

 

Leikkona í aðalhlutverki
Hera Hilmarsdóttir – Vonarstræti
Nína Dögg Filippusdóttir – Grafir & bein
Ólafía Hrönn Jónsdóttir – Ó, blessuð vertu sumarsól

 

Leikkona í aukahlutverki
Katla Margrét Þorgeirsdóttir – Stelpurnar
Nanna Kristín Magnúsdóttir – París norðursins
Sólveig Arnarsdóttir – Hraunið

 

Leikmynd
Gunnar Pálsson – Vonarstræti
Hálfdán Lárus Pedersen – París norðursins
Linda Stefánsdóttir – Ártún

 

Leikstjórn
Baldvin Z – Vonarstræti
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – París norðursins
Maximilian Hult – Hemma

 

Lífsstílsþáttur
Biggest loser – Sagafilm
Gulli byggir – Stöð 2
Hið blómlega bú – Búdrýgindi
Hæpið – RÚV
Nautnir norðursins – Sagafilm

 

Menningarþáttur
Djöflaeyjan – RÚV
Inndjúpið – RÚV
Með okkar augum – Sagafilm
Útúrdúr – RÚV
Vesturfarar – RÚV

 

Sjónvarpsmaður
Bogi Ágústsson
Brynja Þorgeirsdóttir
Hilda Jana Gísladóttir
Logi Bergmann
Unnsteinn Manúel Stefánsson

 

Skemmtiþáttur
Andri á Færeyjaflandri – Stórveldið
Hraðfréttir – RÚV
Ísland got talent – RVK Studios og Stöð 2
Logi – Stöð 2
Orðbragð – RÚV

 

Stuttmynd
Hjónabandssæla – Dórundur og Sagafilm
Sjö bátar – Masterplan Pictures og Join Motion Pictures
Sub Rosa – Sub Rosa productions og Klikk productions

 

Tónlist
Barði Jóhannsson – De Toutes Nos Forces (e. The Finishers)
Ólafur Arnalds – Vonarstræti
Svavar Pétur Eysteinsson – París norðursins

 

Straumar héðan og þaðan

Iceland Cinema Now

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!